In my life.....

föstudagur, mars 02, 2007

Hitt & þetta aðalega hitt...

Jæja, hvar skal byrja... ´ætli ég byrji ekki á aðalfréttunum, stráksinn minn er búin að vera á leikskólanum síðan á miðvikudag, hress & kátur, ánægður með lífið. & nú sit ég með krosslagða fingur & vona að hann haldist hress & hitalaus áfram. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað er erfitt að pikka á lyklaborðið svona með krosslagða fingur, en þetta læt ég mig hafa svo þið hafið nú eitthvað að lesa !!

Ég er búin að vera alveg ógisslega dugleg undafarið, tók fataskápana mína 2 & þreif þá hátt & lágt frá a-ö frá botni til topps! Svo í gær áhvað ég að það væri komin tími til að sortera hjá litla gaurnum, þar sem dótið var ekki lengur fyrir hans aldur & hér er ég með 2 fulla kassa & nokkra poka (minnigerðin) af dóti, fötum & skóm sem hann hafði ekkert að gera við... enda herbergið næstum tómt núna... verður sjálfsagt ekki lengi að fyllast aftur en góð byrjun. Klappa á bakið á mér svona fyrir dugnaðin.

Ég hef verið óvenju dugleg við að fara út á kvöldin þótt ekki séu nema 2 tímar eða svo & hef farið 4 sinnum á síðustu 2 vikum, þetta kallast mikið miðað við það sem ég geri venjulega. Enda þegar ég fór til Sonju í gær fann ég fyrir samviskubiti að ég væri nú farin kannski að fara of oft út.. jebb svona er maður skrítinn.´

Ég droppaði til Emilíu síðasta fimmtudag & komst að því í leiðinni að ég hef ekki komið til hennar í 1 1/2 ár, kommon hún býr í þarnæstu blokk!!!! Hvað er að? En við fengum okkur gott kaffi & spjölluðum hellingur.
Kíkti svo til Sonju á mánudagskvöldið & skoðuðum við e-bay fram & aftur / verslaði ég mér 2 samfestinga.. geggjaðir alveg & nú bíð ég spennt eftir þeim. Á meðan á þessu e-bay vafri stóð, vorum við með bubblyh í glösum (ég kom með mína flösku sem átti að drekkast á afmælinu hennar!!) & áður en við vissum af var hún búin.. þá var ekkert annað til ráða þar sem biðin var svo löng eftir að uppboðið myndi klárast að opna bubblyh flöskuna hennar... öss, en þetta rann nú samt ljúft.
Við sátum þarna eins 2 kallar að skoða klám, ótrúlega fínar á því með bubblyh í glösum liggjandi næstum í sófanum með tölvuna á milli okkar.

Við Birgitta erum að skoða að fara með strákanna okkar í íþróttaskóla, sem eru 8 skipti & er það á laugardagsmorgnum, byrjar í apríl einhverntímann. Þeir hafa örugglega gaman að þessu, syngja, klappa hlaupa, klifra... allt sem gaurar vilja.

Well, mér finnst ég búin að skrifa svo mikið & ég held ég sé engu að gleyma...
það kemur þá bara næst!!!

Óver end át LadyLilja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home