Langt síðan síðast
enda lítið búið að gerast en samt alveg fullt. Búið að vera hellings af veikindum, strákurinn,ég,strákurinn, Baldur, strákurinn osfr. Við staðinn upp úr þessu & strákurinn að koma til. Fórum með hann laugard. á barnaspítala hringsins, þar sem honum var gefinn vökvi í æð, sterar út af eyrunum & mótefni gegn bráðaofnæmi sem hann fékk út af sýklalyfjunum sem hann var á. Æðislegt alveg... :(
Komum svo heim um kvöldið & ég rétt kíkti í afmæli til Sonju prinsessu & Guðna prinsessu, eða rétt kíkti, það má nú aðeins deila um það, allavega leið tíminn alveg úber hratt. Svakalega gaman. Svona þar til undir það síðasta... fer ekki nánar út í það... þið vitið það sem vitið & þið hin verðið bara vera forvitinn.
Á föstudagskvöldið hinsvegar kíkti ég aðeins út með Emilíu & Guðrúnu, fórum að sjá vin Emilíu spila með hljómsveitinni sinni, sem heitir.. Envy eitthvað nova. Það var nú bara rétt um klukkutími sem fór í það, farin snemma að sofa það kvöldið.
Var svo að koma úr saltkjöti & baunum hjá múttu & co, & sit hér gjörsamlega sprungt... get varla hreyft mig.
Strákurinn ekki nógu góður til að fara á leikskólann sinn á morgun, því miður, því ég er viss um að hann hefði haft gaman af þessu, ég er eiginlega alveg miður mín bara yfir þessu að hann skuli missa af öllu. Á morgun ætla ég að panta tíma hjá Gesti Páls, barnalækni & ÉG FER EKKI FYRR EN ÉG FÆ SVÖR. Ég er orðin svo pirruð yfir þessu að vita ekki hvað veldur alltaf þessum hita að ég ætla ekki að fara einu sinni nánar út í þetta.. arg.
Enough of me, er of södd til þess að pikka meira... úff púff...
Óver end át, Lady Lilja.