In my life.....

þriðjudagur, janúar 30, 2007

More in my life

Hvernig er þetta, les enginn bloggið mitt eða? Nema jú auðvitað mamman mín & Mía pía. Allavega ekki fleiri sem hafa svarað þessu spurningakasti mínu. Betra eru 2 en enginn :)
En hvað um það, ég blogga nú samt...

Mikael kom heim af leikskólanum á föstudaginn, & var þá kominn með 39,7 þessi elska :( Fór nú samt í leikskólann í dag, svo hann missti allavega ekki nema einn dag úr. Þessi veikindi eru að verða never ending story...

Ég kíkti nú samt aðeins út á laugardagskvöld með Evu vinkonu, & hittum við Sonju vinkonu. & Sonja vinkona var svo elskuleg, notaði einhverja sálfræði á mig & á endanum var ég komin niður í bæ, er nokkuð viss um hún hafi dáleitt mig bara líka hehe. Eva var svo elskuleg að skutla okkur í bæinn. Okkur til skemmtunar voru Anný & Hrefna með okkur & ég skemmti mér bara alveg þrælvel. Enda held ég að hafi bara aldrei skemmt mér illa með þeim.. held að það sé ekki hægt. Svo á "prinsessan" eins & hún er titluð (Sonja) afmæli bráðum, & heldur það ásamt honum Guðna einhverstaðar á skemmtilegum stað & ekki ætla ég láta mig vanta þar heldur.
Reyndar sagði Sonja mér fréttir um helgina, hún sagði mér að ég væri 32. Ég auðvitað bara horfði á hana & hugsaði.. & já ég er eiginlega bara ennþá að hugsa um þessi orð hennar :oD

Lonni STÓRA systir átti afmæli í gær, & hún varð... hmmm 29, lýtur samt alltaf út fyrir að vera rétt skriðin á 20 aldurinn. Til hamingju sys!! *knúsáþig*

Jæja.. meira blogg fljótlega.. verð að fara gera eitthvað að viti :)

Áfram Ísland í kvöld, ætla að sjálfsögðu að horfa á leikinn.

Óver end át, Lady Lilja

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home