& við höfum fest kaup á tjaldvagni. Ákváðum að "vígja" hann núna um helgina & skutumst á Flúðir á föstudagskvöld. Fengum þetta yndislega veður, 18 stiga hiti í fyrradag, algjört æði. Strákurinn naut sín í botn & fékk hálfgert víðáttubrjálæði. Hljóp um allt & sat ekki kyrr í 1 mínútu(ekki ég heldur :D) Grilluðum æðislegan mat & nutum vel. Tjaldvagninn virkaði sem skildi & allir sáttir.
Við vorum svo heppin að vinnuveitandi B, vildi endilega losna við tjaldvagninn sinn sem er árg:'04 n+ánast ónotaður, var aðeins notaður fyrsta sumarið & svo ekkert eiginlega síðan þá. Með honum fylgdu alles græjer, gasgrill, gashelluborð,stólar & borð. Fengum þetta allt á þessu fína verði 250.þús & megum sko bara borga eftir því sem við getum. Hver neitar svona kostaboði.. ef einhver sem les þetta myndi neita, þá má hann endilega kommenta... takk. :o)
Keyrðum svo frá flúðum í gær & ætluðum að stoppa á Þingvöllum, en hættum við vegna veðurs. Vorum ekki undirbúin fyrir rigninguna þar sem ég vissi að veðrið fyrir austan ætti að vera super. Þannig að við brunuðum í bæinn bara. & vorum svo að skoða það að bruna aftur með allar græjur... en það var svo goooott að koma heim strákurinn orðin svo sybbinn, að við bara ákváðum að þetta væri gott í bili.
Grilluðum samt hér heima á gasgrillinu sem fylgdi, & kemur það sér mjög vel þar sem við áttum ekkert grill :o) Þannig að nú er sá hausverkur farinn & hann var mikill þar sem eelskuuuum að grilla. (Kjúklingur á grillið í dag)
Í annað, mismælingar eiga sér oft stað hjá sumu fólki & sérstaklega dætrum mömmu minnar þar sem hún er meistari í því að mismæla sig.
Ég var að skoða hér rúmfatalagersbækling í gær, nema hvað að ég sé þessar fínu eldhúsgardínur & fleira í stíl í honum, ég verð voða dreymin á svip & segji með dreymandi röddu, "ohh, mig langar svo að eiga glugga með eldhúsi" HAAAA!! segir B, hvað sagðir þú? Ég auðvitað spring úr hlátri, fattaði þá hvað ég hafði sagt.
Svo var það áðan sem ég er að tala við Guðrúnu vinkonu í símann, & við erum að tala um bílpróf & hvað það sé þreytandi að hafa það ekki. Þess má geta að ég er glugga eitthvað í Byko bækling á sama tíma. Hún er eitthvað að segja "já nú dríf ég mig í þessu, tek prófið" & ég greinilega annars hugar segji á móti, "Æ ég veit það ekki, nei ég ætla ekki að taka svona GASGRILL" & aftur heyrist HAAAAA? Hvað sagðir þú? Hahaha já ég fattaði hvað ég sagði, bara svolítið of seint.
Ég ætlaði nú að vitna líka aðeins í hana mömmu mína þar sem ég er að tala um mismælingar en fattaði þá að það er svooo mikið sem hún hefur sagt fyndið & skemmtilegt að akkúrat í augnablikinu man ég bara eina...Það var þegar mamma segir við systu minnir mig í einhverju samtali: "Nei þá missi ég af frendum" Þið sem ekki við hvaða þáttur það er, þá er það það samanblanda af vinum & friends. Ágætir þættir alveg. Ég þyrfti eiginlega að vera með litla bók í veskinu þegar ég er í kringum hana móður mína, hún er stórkostleg alveg.
Yfir í allt annað. Nú er skvízan sem hér skrifar farin að selja snyrtivörur, Aloa Vera vörur, hársnyrtivörur, já & ýmislegt fleira. Allt er þetta frá LR sem er þýskt fyrirtæki & er í 26 löndum & stæðsta fyrirtæki í sínum flokki í Evrópu, 5. stæðsta í heiminum. Allar vörur framleiddar í Þýskalandi en ekki Kína eða Taivan eins & margar aðrar. (þá er söluræðan búin ;D)
Alveg rosalega skemmtilegt & mig hlakkar rosalega til að takast á við þetta allt, þar sem góð laun eru í boði.
Þannig að ef ykkur sem kíkið hér yfir langar að fá ykkur skemmtilega aukavinnu, eða skoða ódýrar & góðar snyrtivörur þá endilega hafið samband. 2 mánaða skilafrestur á vörum, svo er auðvitað hægt að prufa hér hjá mér.
Þannig að nóg er að gera & er ég líka hugsa um að fara í Gospelkór þegar haustið kemur. Nokkuð spennandi.
Litla daman hjá systu braggast flott, & er að verða 6 mánaða, VÁ! Svakalega lýður tíminn. Hún er alltaf í ungbarnasundi & finnst það algjört æði. Fór í pössun í 1. skiptið á ævinni núna um helgina, meira segja í 2 nætur, ömmurnar & afarnir fengu að njóta nærveru hennar. Þetta var víst ekkert obboðslega easy fyrir hana systu mína, en hún komst í gegnum þetta allt :)
Minn lille gaur er auðvitað voða flottur líka, & er bæði erfiður en afskaplega skemmtilegur tími núna. Þvílíkar uppgvötanir & pælingar. Stendur hér alla daga fyrir framan spegil & spekúlerar í sjálfum sér. Hef sko ekki áhyggjur af Egóinu hjá honum. :) Hann er auðvitað eins & mamma sín í bíl & bara sefur eða dundar sér eitthvað. Algjört æði að ferðast með svona yndislegt barn.
Er svo að fara á stórtónleika Bubba 06.06.06 & hlakka mikið til.
Jæja , krúttin mín nær & fjær, meir af mér seinna, er orðin pínu þreytt að sitja svona lengi hér.
Óver end át, Lady Lilja (LR president) :D