In my life.....

þriðjudagur, apríl 25, 2006

& þá kemur bunan


þegar maður byrjar þá getur maður ekki hætt!
Við fórum í dag & keyptum sumargjöf handa syni okkar í Einu sinni var. Þessi búð er ævintýri. Alveg ótrúlega flott & mikið til. Ég var í erfiðleikum að finna handa honum eitthvað EITT. Váá, held að þarna muni eg versla aftur. Rosalega vandað & flott.
Við keyptum voða sniðugt svona "píanó" sem þú leggur á gólfið (er úr mjúku plasti) með svona lófaförum.. svo leggur hann lófann sinn á farið þá kemur píanóhljóð & dýrahljóð. Voða sniðugt.

Svo komum við hér heim & ég eldaði besta kjúkling ever !!!!! Ætla henda uppskriftinni hér inn & ég mæli með að þið prufið!!

Kjúklingabringur vafðar inn í beikon,
svo er gerð sósa sem inniheldur
2 dl tómatsósu & 1 af barbieqsósu
salt & pipar
karrý
matreiðslurjóma 1 pela (notaði reyndar rjóma núna)
ost yfir

Svo hafði ég ferskt salat & ofnbakaðar kartöflur.
Beleve u in me... nammmi!!!

& nú ligg´ég hér á meltunni alveg pakkkk!! Get varla setið hérna lengur & ætla koma mér í gott bað & svo í rúmið. Þetta má maður ekki borða oft, manninum mínum leist ekkert á það að þetta myndi ég mesta lagi gera 2svar í mánuði. Kjúklinginn sko, ég ætla nota baðið & rúmið eitthvað oftar. ;D

Ég ákvað að skella einni mynd af syni mínum hérna efst. Bara svona að því að hann er auðvitað fallegastur....

Stelpan kemur stanslaust á óvart...

& tekur upp blogg"pennann" þegar enginn á von á því. Nú verður Sunnan mín glöð :)
Af mér er allt hið bestasta að frétta & nú er litla músin mín finally kominn inn á leikskóla & byrjar hann um miðjan ágúst. Það verður gaman að sjá hvernig það gengur.
Merkilegt nokk hvað mar man aldrei neitt þegar mar sest loksins fyrir framan þetta tölvudýr. Dííses sko.
Gleðilegt sumar, það er loksins komið með öllum sínum snjó & svona. Vona samt að það verði ekki meiri snjókoma þetta sumarið, þá fer mín & sendir kvörtunarbréf til veðurguðanna. Næstu helgi á að vera ágætisveður & erum við hjúin að skoða hvort hægt verði að veiða :))) Það finnst minni afskaplega spennandi. Kallinn alveg búinn að smita mig af þessari dellu.
Ég fékk mína fyrstu sumargjöf í mööörg ár í gær & var það árbæjarskvízan hún Elsa sem gaf mér hana. Í pakkanum voru svaka skvízugallabuxur svartar svona til að setja ofan í stígvél þið þið vitið.. & bleikur sumarskvízubolur. Ég varð hreinlega orðlaus, en svona á maður nú sæta vini ;o)
Jamm & já.... það verður sko nóg að gera í sumar hjá okkur, ættarmót báðum megin & fullt af veiðiferðum & gaman. Prinsinn minn fær að kynnast veiðinni í sumar & hver veit nema hann hjálpi öðru hvoru foreldrinu að draga einn á land. Já það er sko kominn fiðringur í mig eins & þið sjáið.
Nú fer að styttast í að mormor & morfar komi heim úr siglingunni á snekkjunni & verður gaman að heyra ferðasögunna & hitta þau aftur. Ég verð að játa að það er svolítið skrítið að geta ekki hringt í mormor svona til að ræða breytingarnar & þrifin..hún er sú eina sem skilur mig :))

Jæja, ég ætla reyna verða duglegri við þetta & setjast niður oftar þá man ég kannski meira.
That's all folk's Lady Lilja Biddy