In my life.....

þriðjudagur, mars 14, 2006

Take a quis about me.www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=060314053457-141069&

miðvikudagur, mars 08, 2006

Gátlistinn...

(x) klesst bíl vinar/vinkonu (næstum því )
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) verið rekin/n
(x) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum (man ekki hvort það hafi tekist,alltaf á verði þessir foreldrar)
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót (mætti orða það þannig)
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja 0
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
( ) farið á skíði (sem sagt í snjó)
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna...
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
( ) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
( ) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í skólanum
(x) notað falsað skilríki (Öss, hvað ég var óþekk)
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta (1 x og var það árið 2000)
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rænur (eða það var stolið)
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi (Ekki ég persónulega :()
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm (beisli)
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
( ) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk (ég&Sunna forðum daga :))
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
(x) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti

Er annars bara veik eins og er, ásamt allri familíuni :(
Fór samt á "breytingarskeiðið" í gær. Og breytti ÖLLU. Tek það samt fram að ég er ekki búin.
Meira seinna... Lady Lilja :)

mánudagur, mars 06, 2006

Hvaða lög voru á toppnum..

þegar ég fæddist var "Maneater" by Daryl Hall & John Oates
Þegar mannin mín fæddist var
"Three Times a Lady" by The Commodores
Þegar barnið mitt fæddist var
"Lean Back" by Terror Squad
------------------------------------------------------------------------
Þegar mamma fæddist var
It's Now or Never" by Elvis Presley(Ekki mun henni mislíka það konunni)
Þegar pabbi minn fæddist var
"Teddy Bear" by Elvis Presley (Kóngurinn að slá í gegn á þeirra dögum)
Þegar lille bró kom í heiminn var "Thats the way love gose" by Janet Jackson
---------------------------------------------------------------------------------------
Þegar systa fæddist var hittarinn
"Stayin' Alive" by The Bee Gees
Þegar hennar maður fæddist var það
"Bette Davis Eyes" by Kim Carnes
Þegar prinsessan kom var það, það er ekki komið inn :( Var kannski bara Rúdólf með rauða nefið :)
-----------------------------------------------------------------------------------
Æi, já var eitthvað að ath. með sjálfan mig og ákvað bara setja alla familíuna, I was boerd :o( Eða eins langt og það náði. 2005 ekki komið inn og ekkert eldra en 1940.
Voða gaman að þessu. Jibbý.

Er að fara með prinsinn til eyrnalæknis á eftir og láta ath. hvort allt sé ekki á réttum stað og svona. Barnalæknirinn í 18 mánaða skoðun taldi samt allt vera í lagi, en ég vill vera 150%.

Er að missa mig í spenningi yfir þessu Idoli, fæ alveg í magann í hvert skipti sem úrslitin eru, ég er alveg búinn að ákveða efstu 3 sætin, bara eftir að finna hver verður hvar. Alexander, Ína og Snorri, eiga vera þar. Var svona nokk, sátt við seinustu úrslit, en Ingó er samt búin að eiga 2 svona lala kvöld, þannig að hann verður að taka sig á næst. Held að Ragnheiður Sara megi líka alveg fara kveðja.

Svo er mamma skvísa alveg sú óákveðnasta þessa daganna, þó ég haldi að nú sé hún ákveðinn(en hver veit), ætlaði að hætta í vinnuni, var komin með nýja, hætti svo við að hætta og öss....og nú held ég að hún ætli að vera kyrr konan. Systirinn er alveg á fullu að laga og bæta barnalandssíðurnar okkar svo þið sem ekki hafið kíkt nýlega, þá er sko kominn tími til að kíkja.

Nóg af bulli í bili....Libbídý.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Öskudagur og fermingar...

já hann var víst í gær og ég fór með prinsinn í kringluna og smáralindina og leyfði honum að skoða allar þessar fígúrur. Þetta var nú ansi einhæft þetta árið þar sem 80% voru Silvía Nótt :) En þarna inn á milli voru nú allskonar sjóræningjar og fleira.
Ég var með smá hnút í maganum fyrst að fara, hélt kannski að hann yrði smeykur við þetta, en nei, minn sat í sinni kerru og sagði bara haaaaaaaaaa! Sjáðu. Ég var að reyna láta hann vera með ljónahúfu til þess að hann væri nú í smá búning en nei, hann vildi ekki sjá það. Reif hana bara af sér.

En úr þessu yfir í annað. Það var í smáralindinni svo að ég ætlaði að finna mér bol/i og labbaði í mínu mesta sakleysi í Cosmo með barnið mitt og svona, kannaðist við eina sem var að vinna þarna og var aðeins að spjalla við hana, og hún spyr sem sé hina sem var að vinna með henni, hvort það væru einhverjir svona síðir bolir til. Og hverju haldiði að KELLINGIN svari? Ha já svona fermingarboli þá eða! Halló halló, sko það er alveg á hreinu að þótt ég sé lágvaxinn(eins og ég kýs að kalla þessa stærð mína) þá lít ég EKKI út fyrir að vera 13. Kannski 18 en ekki 13. Já það er sko hægt að hlægja, og hlægjiði bara :) En þetta er í 1sta og vonandi það seinasta sem stærðin hefur eitthvað farið í mig.
Ætla samt að mæta aftur í dag á kauphlaup og fara beinustu leið í cosmo, það eru flott föt þar.

Svo er ég á leið í mat til m&p í kvöld,(ég lét þau bjóða mér) þar sem þau eru með saltkjöt&baunir túkall... og ég og co eigum alveg eftir að fá... hugsar sko enginn um okkur :( Nema maður troði sér upp á fólk :) og það kann ég. Ég verð búin að læra elda þetta fyrir næsta ár og bíð þá m,p& Erni næst.... dadadaddadda.

That's all folks....Lady Lilja