In my life.....

föstudagur, desember 09, 2005

Ég bara varð að posta þessu..

Guð að tala við Evu

Dag einn í aldingarðinum Eden heyrðist Eva kalla til Guðs:
"Drottinn minn, það er smá vandamál!" "Hvað er að Eva mín?" "Drottinn minn, ég veit að þú skapaðir mig og hefur útvegað mér þennan fallega garð og öll þessi yndislegu dýr, og þennan frábærlega fyndna snák, en ég er bara ekki hamingjusöm".
"Af hverju ertu ekki hamingjusöm Eva?"
"Drottinn minn, ég er einmana. Og ég er orðin hundleið á eplum".
"Jæja, Eva mín, fyrst svo er þá er ég með lausn á málinu. Ég skal búa til mann handa þér."
"Hvað er "mann" Drottinn minn?"
"Það er "maður" Eva mín. Hann verður gölluð lífvera, með marga slæma eiginleika. Hann mun ljúga, svindla, hann verður hégómlegur, og mun á allan hátt verða þér til vandræða. En.... hann verður stærri, fljótari og sterkari en þú og honum mun þykja gaman að veiða og drepa fyrir þig. Hann mun líta mjög kjánalega út þegar hann er æstur, en fyrst þú ert að kvarta, þá mun ég skapa hann þannig að hann muni fullnægja ... tja.... já... þínum líkamlegu þörfum. Hann verður húmorslaus og mun elska að taka þátt í barnalegum hlutum eins og að slást og sparka bolta til og frá. Hann verður ekki mjög greindur svo hann mun þurfa leiðsögn þína til að hugsa skýrt."
"Hljómar vel" sagði Eva og lyfti annarri augabrúninni háðslega. "Hverju þarf ég svo að fórna?"
"Tja, já, jæja, þú getur fengið hann með einu skilyrði".
"Og hvaða skilyrði er það Drottinn?"
"Eins og ég sagði, hann verður stoltur, hrokafullur og sjálfsánægður.... Svo þú verður að leyfa honum að halda að ég hafi skapað hann fyrst....
Þetta verður leyndarmálið okkar...bara tveggja kvenna á milli!"
AMEN