thats somthing. Váá, ég hef bara ekki bloggað síðan 16 ágúst en 2005 var það nú samt. Má ég sjá, komnir bíddu 1 2 3, 3MÁNUÐIR síðan eftir nákvæmlega 1 og 1/2 dag. Váts. Jæja Lilja detta gikker ikke med dig.
Ýmislegt gerst síðan þá svo þetta gæti orðið langt, eftir því hreinlega hvað ég nenni. Annars hef ég þetta bara part 1 og 2, alveg orðið efni í það sko.
Strákurinn minn litli verið alveg einstaklega óheppinn með alla heimsins vírusa og pestir, eða þar að segja allavega allt í breiðholtinu. S.s eyrnabólga(þótt það sé nú ekki að ganga) lungnabólga, hand foot and mouth desies(Já eða bara gin og klaufaveiki), hiti fylgir þessu öllu auðvitað og er hann búinn að vera eiginlega síðan 5 okt. Kannski farið 7 sinnum til dagmömmu eða eitthvað. Og afþví að litli kúturinn er búinn að vera svona mikið lasinn varð ég bara að segja upp vinnunni minni, enda nennir auðvitað enginn að hafa svona manneskju í vinnu. Og enginn var skilnungurinn á Leikskólanum sjálfum, heldur átti ég bara að kaupa út manneskju til að sjá um litla barnið mitt. NEI ég held nú ekki. Ég sé um mitt barn sjálf.
Betra bíður mín annars staðar seinna meir.
5okt ákváðum við manninn minn að skella okkur til London og áttum þar góða tíma til 8 okt. Reyndar var ég svo stressuð með að panta hótel og benti bara á eitthvað hótel í London og sagði við Baldur, taktu þetta. Og auðvitað lét þessi elska undan stressi konunnar(hver hefði ekki gert það) og enduðum við á Malasíu hóteli eða já held það sé sagt svona. Vorum sem sé eina hvíta fólkið með mjög svo framandi mat og drykki í boði á hótelinu. Við erum að tala um að það var ekkert sem getur kallast alþjóðlegur matur í boði. En krabbakjöt, og sýrð mjólk með kjekkum í og ýmislegt sem ég þekkti ekki. (þetta var mjög sérstakt krabbakjöt velt upp úr einhverju skrítnu)
En ég fór auðvitað á oxford street og dró mannin minn í búð yfir í búð. Og keypti mér mikið af bleikum hlutum, þ á m. bleikan síma,bleika tösku,bleikt peningaveski, bleika peysu,puma skó með bleiku og bleikan bol. Æ em só pink ðís deis.
Verslaði fyrir marga peninga föt á prinsinn og hafði mikið gaman af. Kallinn fékk auðvitað eitthvað líka.
Þetta var ofsalega slakandi ferð farið snemma að sofa og notið þess að sofa án þess að vakna á nóttunni.
En auðvitað var ofsalega gott að koma heim líka, og knúsa litlu músina sem hafði verið hjá tengdó í grafarvogi og ömmu og afa.
Við skoðuðum auðvitað vaxmyndasafnið og ég segji bara VÁ.
En jæja partur 2 kemur seinna(morgun vonandi) ég er svoooo þreytt.
Góða nótt og ég á skilið klapp fyrir að koma mér í þessa ritgerð.
Liljan