In my life.....

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Hellúúú..

er öll að reyna standa mig í þessu bloggi, gengur fínt.
Allavega, skellti mér í smá afmæli um helgina hjá Elsu sætu, hún varð 25 ára skvísan. Svaka flottur dinner og svona. Sjávaréttasúpa í forrétt, kjúklingur og svínabógur í aðalrétt og svo kaka a'la Elsa í eftirrétt. Hún & Dóri trúlofuðu sig kvöldið áður, svo elsku Elsa mín & Dóri, til hamingju með þetta allt saman. En ég verð auðvitað að bæta því við að það var hjónabandsráðgjafinn ÉG sem kynnti þau. :o)
Svo kíktum við hjúin saman til Tomma & Katrínar, & haldið ykkur fast, því þeim tókst að draga okkur í bæinn & ekki nóg með það heldur hef ég bara aldrei séð manninn minn dansa svona mikið. Þetta er eitthvað sem gerist kannski 1 sinni á öld. Gæti orðið breyting hver veit. Svo kom Sonja beib og hitti okkur. And girl's, Thank u.

Svo í dag fundust 2 tönnslur hjá monsanum mínum svo þær eru orðnar 8. Allt að koma hjá honum. Þetta útskýrir auðvitað allar andvökunæturnar hjá honum. Tönnslubasl.

Well ekkert meira í bili, nema nenniði að skilja jólaskapið eftir ef þið kíkið við, senda smá til mín, ég bara finn ekki mitt.
Óver & át, Liljanlitla

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Já ég er partýtröll...eru þið sammála?



Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.


Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.



Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.



Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.


Hvaða tröll ert þú?

http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/

tjekkaðu hver þú ert!

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

ýmislegt

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey..
Fara til Kína,
Egeyptalands
gifta mig
eignast annað barn
læra á bíl
mennta mig eitthvað
ferðast eitthvað með fjölskyldunni
7 hlutir sem ég get gert..*
verið góð unnusta
verið góð mamma
verið góð vinkona/vinur
haft gaman af lífinu
verið skynsöm
farið í göngutúr
verið leiðbeinandi f. börn
7 hlutir sem ég get ekki..
keyrt bíl
borðað súrmat
haft mikið drasl lengi
setið of lengi við tölvu
saumað
þrifið skjaldbökubúrið
smíðað hús
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið..
brosið
rassinn
augun
húmorinn
fingurnir
traust
varirnar

7 frægir sem heilla mig..
Páll Óskar Hjálmtýrsson
Patrick Swazy(eða þið vitið)
Sverrir Bergmann
Will Smith
Matthew Perry
Adam Sandler
Tom Hanks

7 setningar/orð sem ég nota mikið..
Gott með þig
Gjörsamlega
Nákvæmlega
Ó mæ god
Þú meinar
Nei má ekki
Dauðans

7 hlutir sem ég sé akkurat núna..
Sími
Peli
Tölvuskjár
penni
litli bró
Skjaldbakan
lokið af skyr.is

Jahá þá er þetta komið, var copy/paste að af síðunni hjá kví kví. Takk fyrir það góða mín.

Og segið svo að ég bloggi aldrei neitt, bara 3 á 2 dögum og það ekkert smá. Have fun elskurnar mínar sem lesið þetta, og ykkur er velkomið að copy/paste a þetta alltaf svo gaman af því.

Tók reyndar eftir því að ég er ekki svo ólík mömmu í sumum þáttum :o)

óver end át



partur 2..

Ok, London ferðin og veikindin komin á blogg, hvað var það nú meira! Hmm...

Annars gengur allt vel hjá mér fyrir utan þessi veikindi og núna 23 ætlar litli strákurinn minn að fá sína fyrstu svæfingu og fara í litla aðgerð. Ætla ekkert að vera uppljóstra meira um það hér, en þið vitið sem vitið og ykkur hinum er óhætt að spyrja. Svo þarf hann væntanlega að fara í rör, en ég á eftir að láta ath. það betur.
Svo hafði ég hugsað mér kannski eftir 3 mánuði eða svo ef allt gengur að óskum með prinsinn að ath. með einhverja nýja vinnu og verður það ekki á leikskóla, þar sem ég nenni ekki þessum smitbera alltaf.

Svo er Liljan nú að íhuga að fara í skóla að læra táknmál, en þetta er allt í hugsun ennþá. En finnst þetta svolítið spennandi, getur líka nýst mér á leikskólum og í skólum í framtíðinni. Gaman að því.

Ég skellti mér á Dekur og Djamm hjá Léttsveit Rvk á laugardaginn og skemmti mér alveg fantavel bara. Amma bauð okkur dótturdætrum sínum og sé ég nú ekki eftir að hafa þegið það boð.
Þarna voru alveg "rosalega frægar" konur með skemmtiatriði og svo auðvitað tók léttsveitinn lagið. Það var tískusýning og svo voru kjólarnir og skórnir til sölu líka. En auðvitað einu skórnir sem heilluðu mig alveg rosalega voru ekki til í mínu nr. En ég verð víst bara njóta þess að horfa á mömmu skvís ganga í þeim.
Svo eftir 2 hvítvínsgl. ákváðu nokkrar úr léttsv. að fara á skrúð á hótel sögu að borða og bauð mammsan mín mér með sér. Og auðvitað þáði ég það og við fengum okkur súpu og salat. Það var humarsúpa í boði sem var reyndar frekar köld en góð að öðru leiti.(Finnst nú samt frekar lélegt að bjóða fólki kalda súpu.)
En svo var farið á barinn og ég varð að að prufa nýjan kokteil og mmm kabrynja(skrifa það eins og ég segji það) þetta er bara einn besti drykkur allra tíma. OMG ég hef varla hugsað um annað síðan*roðn* bíð eftir næsta tækifæri fyrir svona fínan drykk. Namm namm.
Reyndar bar barþjónnin fyrst gjörsamlega ódrekkanlegan drykk til mín og ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri virkilega það sem mamma og Silla væru að tala um.
Enda þurfti ég þess ekki lengi því Sillan fór og barinn og kennti stelpunni að gera þetta rétt.
Sem sé uppskriftin er : Heilt Lime (skorðið í báta)
2 msk sykur
þessu er stappað saman með MORTEL ekki mortens eins og ég heyrði alltaf.
1-2 faldur kafteinn morgan
og ískurl.
Fyrst er fyllt glasið með ískurli og svo kafteinn og hitt hrært við. (held þetta sé rétt)
ÉG var kominn heim um hálf eitt bara snemma, enda þurfti að vakna með litlum gutta á sunnudagsmorgun.
Meiriháttar gaman. Jæja held þetta sé gott í bili um mig og mitt líf.
Meira fljótlega. mjög fljótlega.
Kveðja Liljan litla létt á fæti.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Blogga já,

thats somthing. Váá, ég hef bara ekki bloggað síðan 16 ágúst en 2005 var það nú samt. Má ég sjá, komnir bíddu 1 2 3, 3MÁNUÐIR síðan eftir nákvæmlega 1 og 1/2 dag. Váts. Jæja Lilja detta gikker ikke med dig.

Ýmislegt gerst síðan þá svo þetta gæti orðið langt, eftir því hreinlega hvað ég nenni. Annars hef ég þetta bara part 1 og 2, alveg orðið efni í það sko.
Strákurinn minn litli verið alveg einstaklega óheppinn með alla heimsins vírusa og pestir, eða þar að segja allavega allt í breiðholtinu. S.s eyrnabólga(þótt það sé nú ekki að ganga) lungnabólga, hand foot and mouth desies(Já eða bara gin og klaufaveiki), hiti fylgir þessu öllu auðvitað og er hann búinn að vera eiginlega síðan 5 okt. Kannski farið 7 sinnum til dagmömmu eða eitthvað. Og afþví að litli kúturinn er búinn að vera svona mikið lasinn varð ég bara að segja upp vinnunni minni, enda nennir auðvitað enginn að hafa svona manneskju í vinnu. Og enginn var skilnungurinn á Leikskólanum sjálfum, heldur átti ég bara að kaupa út manneskju til að sjá um litla barnið mitt. NEI ég held nú ekki. Ég sé um mitt barn sjálf.
Betra bíður mín annars staðar seinna meir.

5okt ákváðum við manninn minn að skella okkur til London og áttum þar góða tíma til 8 okt. Reyndar var ég svo stressuð með að panta hótel og benti bara á eitthvað hótel í London og sagði við Baldur, taktu þetta. Og auðvitað lét þessi elska undan stressi konunnar(hver hefði ekki gert það) og enduðum við á Malasíu hóteli eða já held það sé sagt svona. Vorum sem sé eina hvíta fólkið með mjög svo framandi mat og drykki í boði á hótelinu. Við erum að tala um að það var ekkert sem getur kallast alþjóðlegur matur í boði. En krabbakjöt, og sýrð mjólk með kjekkum í og ýmislegt sem ég þekkti ekki. (þetta var mjög sérstakt krabbakjöt velt upp úr einhverju skrítnu)
En ég fór auðvitað á oxford street og dró mannin minn í búð yfir í búð. Og keypti mér mikið af bleikum hlutum, þ á m. bleikan síma,bleika tösku,bleikt peningaveski, bleika peysu,puma skó með bleiku og bleikan bol. Æ em só pink ðís deis.
Verslaði fyrir marga peninga föt á prinsinn og hafði mikið gaman af. Kallinn fékk auðvitað eitthvað líka.
Þetta var ofsalega slakandi ferð farið snemma að sofa og notið þess að sofa án þess að vakna á nóttunni.
En auðvitað var ofsalega gott að koma heim líka, og knúsa litlu músina sem hafði verið hjá tengdó í grafarvogi og ömmu og afa.
Við skoðuðum auðvitað vaxmyndasafnið og ég segji bara VÁ.

En jæja partur 2 kemur seinna(morgun vonandi) ég er svoooo þreytt.
Góða nótt og ég á skilið klapp fyrir að koma mér í þessa ritgerð.
Liljan