Kominn heim..
Jebb,ég víst kominn heim og löngu kominn tími til að rita niður það sem ég hef verið að gera.
Ég fór á Suðureyri eins og venjan er að gera á hverju sumri og átti þar yndislega viku rúma með manninum mínum,barni og föður-stjúpmömmu-tengdafjölskyldu. :o) Ýmislegt var gert og mikill lax veiddur og borðaður. Ekkert jafnast á við góða máltíð,á Suðureyri með kertaljós. Mikið spilað og ýmislegt skoðað. Við maðurinn minn skutumst á látrabjarg og gengum upp,og skoðuðum mikið fuglalíf. Alveg einstaklega fallegt þarna. Á meðan var sonurinn í dekri hjá ömmu G og afa E. Auðvitað var farið í pollinn á hverjum degi, það er nauðsynlegt að fara þegar maður er þarna. Alltaf jafn gott.
Ekki var sólin neitt mikið að sýna sig en þó glennti hún sig í 2 daga og var það auðvitað alveg yndislegt. Annars fékk ég nóg af þoku þessa viku.
Við renndum á Rauðasand og ætluðum að skoða hann vel en þegar við vorum kominn nánast alla leið, fattaði bílstjórinn að bensínið var víst eiginlega búið svo við keyrðum í flýti á patró svo við yrðum nú ekki bensínlaus in the middle of nowhere....En það sem ég sá var sko fallegt, ef það hefði verið sól hefði ég hoppað í baðfötin og lagst á þessa fallegu strönd. Ekkert smá af rauðum/hvítum sandi sem vestfyrðirnir eiga. Alltaf eru þeir jafn fallegir,vestfyrðirnir. Við skoðuðum líka byggðarsafnið á Hnjóti og þótti mér það mjög skemmtilegt.
Ekki má gleyma því að á leiðinni vestur stoppuðum við í Flókalundi til að fylla aðeins í magann á okkur og var þar staddur BobbyFischer nokkur, ekki sáttur við að geta ekki fengið fiskinn sem hann bað um. En svona er þetta eldhúsið oðpnar ekki bara svona 123 þótt fræga fólkið sé á ferðinni :o)
Annars er bara allt við það sama,stráklingurinn minn verður eins árs núna á laugardaginn og er sko nóg að gera fyrir það. Mála,breyta bæta og taka til.
Svo ég ætla kveðja 4 now...og verð duglegri með bloggið í næstu viku.
óver end át..Libby