In my life.....

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Þá er sumarfríð

byrjað og sólin kom með. Ekki fannst mér það slæmt og fór í langan göngutúr með Mikael minn Orra með Evu vinkonu og Kristó litla hennar. Við byrjuðum á að fara út í vesturberg, á bak við og þar er orðið svona líka fallegt,blómlegt og gróið...og þessi líka fíni leikvöllur og þar gat Kristó hlaupið um og leikið sér og ég leyfði Mikael að róla í fyrsta skipti..ekkert smá gaman að fylgjast með honum. Held að þetta hafi verið bara algjör rússíbani fyrir hann. Svo tókum við göngu um fellin og mikið var þetta gott, ég skil í rauninni afhverju ég er vakandi svona seint, ég er gjörsamlega búin. Varð þreytt kl 8. Það er alveg greinilegt að ég verð að fara labba meira þar sem ég búinn eftir 3 tíma með stoppi sjáiði til.

Annars er ég að bíða eftir bónda mínum, hann skellti sér í veiði yfir nótt og kemur heim með 4 laxa til konu sinnar sem bíður heima í kotinu með ungann þeirra..nei nú er ég alveg búinn að tapa því :o)
En ég hlakka allavega ofsalega mikið til að fá hann heim, finnst hálf tómlegt hérna án hans..ég hugga mig þó við það að ég hef Mikael og Leilu til að knúsa :o)
Svo er hann að fara í veiði núna 19-21 og þá verð ég aftur að knúsa Leilu eftir að Mikael sofnar...en húna dugar :o)

Vinnan gengur vel og er kominn nýr deildarstjóri á deildina mína og er ég ofsalega ánægð með hana. Hlakka mikið til að vinna með henni. Hugsa að andrúmsloftið verði betra og fólk sáttara. Svo ekki sé meira sagt um það.

En svo var það "jarðaberið á toppnum á kökunni" sem ég verð að segja frá..ég fór á tónleika með queens of the stonage og foo fighters og vááá það var geðveikt gaman. Stórkostleg upplifun.
Komið gott af bulli,

óver... Libbídís