Ég stóð við mitt og gerði breytingar. Tölvuherbergið er ekki lengur til á mínu heimili nú er komið barnaherbergi. Hún Elsa vinkona kom hér á föstudaginn fyrir viku og við ýttum til hillum borðum og allskonar dóti,breyttum og bættum.
Birgitta vinkona seldi mér lítið sófaborð (úr Miru) og kommóðu mjóa og há (úr Tekk) Þannig að ég er alsæl með þetta.
Svo er ég búinn að ganga frá fjármálum og mér lýður miklu betur bara 10 kg. af stressi farinn..fjúff.
Og nú á ég smá auka og langar að kaupa mér þurrkara,sé til. *krossleggfingur*
Litli kúturinn minn varð eitthvað lasinn um daginn og rauk upp í 40 stiga hita en það virðist vera búið núna en hann hóstar alveg svakalega. Gef honum púst og það róar hóstann. Hann er kominn með 2 tönnslur þessi elska, og beit mig í gær..alveg óvart!
Örn Aron litli(stóri) bróðir kom hér á afmælisdaginn sinn 9 júní þar sem við mæðgin vorum heima út af veikindum og lék hér við uppáhalds frænda sinn og vaskaði upp fyrir systu. Ekkert smá sætur í sér. Stóð sig ofsalega vel í prófum enda voru systur hans mjög svo duglegar líka á þessum árum!! Til hamingju bró með prófinn og 12. árið...vá hann er orðinn 12 ára við erum að tala um að ég var 11 ára þegar hann fæddist og mér finnst það hafa gerst í gær...tíminn lýður hratt.
Við fórum í mat til Tengdapabba og Gróu tengdamömmu í gær og seint klikkar matseldin á þeim bænum...mmmm grillað lambalæri og grillað grænmeti og sósa og svo ís a la Fannar í desert. Er það semsé ís með kókosbollu og ávöxtum og heitri marssósu með rjóma út í. Kókosbollan er sett yfir ávexti og hitað í ofni..alveg sjúklega gott.
Þau systkyninn voru líka að fá úr prófum Íris með 8,9, 10 í öllu og fannar náði öllum samræmdu... og fékk frábær meðmæli.
Frábært hvað allir standa sig vel núna.
Á morgun ætlum við svo í afmæli til brósa míns, svona aðeins að halda upp á þetta... allt saman!
Gróa og Eddí komu svo í vikunni sem leið með spasl,málingateip og spaða til að ég gæti byrjað að spasla í götin í barnaherberginu svo ég geti farið að mála. Er ekki alveg byrjuð en það kemur...
Svo hringdi mamma mín besta í mig í gær og sagði mér að einhver sem var að vinna með henni væri að gefa skenk og borðstofuborð antik, ætla kíkja á það og sjá hvort ég geti ekki nýtt það!! Vonandi, allavega skenkin.
Nóg í bili.. Liljan litla!!! :o)