In my life.....

fimmtudagur, mars 31, 2005

Það var lagið!

Horfði á þennan þátt á föstudagskvöldið seinasta og fannst hann bara hin mesta skemmtun! Ég allavega söng og trallaði og skemmti mér ágætlega! Hugsaði með mér að ef ég væri stödd í partýi með söngelsku fólki eins og ég er t.d. mömmu og lonni systir þá væri þetta mjög skemmtilegt til þess að fá fólk til að syngja svolítið!!! ;o) Já Hemmi okkar Gunn klikkar ekki... það vantar bara Elsu Lún (eða hvað var nafnið?) ,Eirík Fjalar og Dengsa!!! Góðir karakterar þar á ferð!

Nú er komið að því Elsan mín ætlar að skýra Tralla sinn á laugardaginn og verður spannandi að fá loksins rétt nafn en ég held mig samt við Tralla, finnst það bara sætt!

Frjósemi í fjölskyldunni já.. Arna frænka mín sem var svo elskuleg að gefa okkur fullt af fötum á prinsinn okkar.. hún var hætt í barneignum þar sem hún átti ekki að geta átt börn og hefur farið í 2 glasafrjóganir(á 2 prinsa) bara allt í einu búmm sagga búmm búmm ólétt eins og ekkert væri eðlilegra... 26 vikur takk fyrir.. kraftaverkin gerast semsagt!!
Jú og svo Hilla frænka mín twins á leiðinni og Arna systir hennar ólétt líka.
Ríkey klippikonan mín ólétt og hún sem sagðist vera hætt!!!
Allt getur gerst!

Yfir og út...knús og koss Liljan litla!

föstudagur, mars 25, 2005

Verð að....

skrifa eitthvað svo ég sé ekki talin algjör...lúði!
Fór á árshátíð leikskólanna og var það mikið fjör og mikið gaman,stoppaði ekki við svo lengi en nutum matarins samt. Jú og sá svo úrslit IDOLSINS það kvöldið (sýnir mér hvað ég ehf ekki skrifað lengi þar sem eru komnar 3 vikur frá kríningu) og auðvitað vann Hildur Vala en ekki hver. Hefði samt frekar viljað sjá Davíð Smára í úrslitunum. Enh allavega búið að vara soldið að veikindum á mínum bæ síðan síðast. En allir að koma til samt. Það er náttúrulega allt búið að vera í gangi.
Nú er nýtt að ganga og myndi það vera ólétta.... ég held ég passi á það í bili..hehe. Þvílík og önnur eins frjósemi það eru bara allir óléttir og 80% er í minni fjölskyldu! Ekki verður uppgefið strax hverjir eru þar á ferðinni en ég á eftir að kanna betur hvort það séu nokkuð fleiri heheh.
Elsa vinkona ætlar að skýra núna 2 apríl og hlakka ég mikið til að heyra nafnið. Gæti samt bara fest við hann Tralli litli þar sem hann er kallaður það núna. Fer honum vel.

Jæja þá er þessi Bobby Fisher loks kominn með íslenskan ríkisborgararétt og mikil gleði var á Rvk- flugvelli í gær... ég spyr hverjum er ekki sama.. ég varla vissi hver maðurinn væri fyrr en allt þetta vesen með vegabréf og annað kom upp! Jú ok hann á að vera eitthvað geðveikur en hver er það ekki bara mis mikið! Allaveganna ætla ekki að vera minni manneskja en aðrir "Velkominn "heim" Bobby"

Mamma mín og pabbi fóru og splæstu í nýjan bíl um daginn..svka flottur og nú er pláss fyrir mig og mikael líka þar sem bíllinn er 7 manna. Var þetta ekki hugsað þannig annars? Nei við skulum frekar segja að það sé pláss fyrir annað barnabarn...hmmm!

Jæja ég er alveg tóm eitthvað núna og veit ekki hvað skal segja meir... Þarf að fara skrifa punkta fyir bloggið svo ég hafi nú eitthvað að segja næst. Knús og kiss Liljan litla.

fimmtudagur, mars 10, 2005

ANDVAKA ANDVAKA FÚFF!

jæja jæja er andvaka og get þá alveg eins bloggað smá þótt það sé nú ekki mikið að grast,þannig. Nema hvað nú eru 2 árshátíðir framundan á föstudaginn 11 marz ætla ég á árshátíð hjá Leikskólum Rvk. og laugardaginn 12 marz fer ég hjá Kaupási. Maðurinn minn ætlar með mér á þá fyrrnefndu en Elín vinkona verður mér sem maki á þeirri síðarnefndu! þannig að það mun verða mikið um dans,Dancing drykkju Cheers og mikið sungið Entertainers 1.
Elsa vinkona búin að eiga átti lítinn strák á afmælisdag systu minnar svo litli strákurinn hennar getur garenterað góðan afmælisdag. It's A BoyHún ætlar að skýra í apríl og get ég varla beðið eftir að vita nafnið..þó ég telji mig vita það. En jæja gott í bili ætla reyna leggja mig. Liljan


laugardagur, mars 05, 2005

Það var kominn tími til....

....að netið færi í lag á þessu heimili. Ég sem aldrei vildi sjá þennann tölvuskratta get hreinlega ekki lifað án hans þegar á reynir. Gat ekki bloggað,gat ekki farið á barnaland, og síðast en ekki síst gat ég engan vegin haft samband við fólkið það er að segja á MSN, sem er bara nauðsynlegt að hafa. Once u pop u cant stop! Það er á tæru!
Jæja góðir lesendur hef svosum haft í ýmsu að snúast þessa daganna og er loks farinn að vinna. And its feels so good. Samt sakna ég nú snúllunnar minnar voðalega mikið. En hann er nú í dekurhöndum.
Svo fór ég í bingó með múttu minni á s.l. sunnudag og ekki vann hún neitt stelpan en tæjan fyrir aftan mig 100.000 kr. fyrirgefðu þetta eru íslenskir peningar!!!!!!!!!!! Nei nei ég segji nú bara svona.
Ekki á ég lengur unnusta heldur bara sambýlismann sem ég hitti á nóttunni. þar fór íslenski draumurinn fyrir bý!!!! Familyan ekkert saman á kvöldin og um helgar neitt... bara vinna vinna og aftur vinna.
En svona í það heila er lífið yndislegt..
kemur meira fljótlega. kveðja Liljan litla létt á fæti!