Það var lagið!
Horfði á þennan þátt á föstudagskvöldið seinasta og fannst hann bara hin mesta skemmtun! Ég allavega söng og trallaði og skemmti mér ágætlega! Hugsaði með mér að ef ég væri stödd í partýi með söngelsku fólki eins og ég er t.d. mömmu og lonni systir þá væri þetta mjög skemmtilegt til þess að fá fólk til að syngja svolítið!!! ;o) Já Hemmi okkar Gunn klikkar ekki... það vantar bara Elsu Lún (eða hvað var nafnið?) ,Eirík Fjalar og Dengsa!!! Góðir karakterar þar á ferð!
Nú er komið að því Elsan mín ætlar að skýra Tralla sinn á laugardaginn og verður spannandi að fá loksins rétt nafn en ég held mig samt við Tralla, finnst það bara sætt!
Frjósemi í fjölskyldunni já.. Arna frænka mín sem var svo elskuleg að gefa okkur fullt af fötum á prinsinn okkar.. hún var hætt í barneignum þar sem hún átti ekki að geta átt börn og hefur farið í 2 glasafrjóganir(á 2 prinsa) bara allt í einu búmm sagga búmm búmm ólétt eins og ekkert væri eðlilegra... 26 vikur takk fyrir.. kraftaverkin gerast semsagt!!
Jú og svo Hilla frænka mín twins á leiðinni og Arna systir hennar ólétt líka.
Ríkey klippikonan mín ólétt og hún sem sagðist vera hætt!!!
Allt getur gerst!
Yfir og út...knús og koss Liljan litla!