In my life.....

mánudagur, janúar 24, 2005

Jæja jæja þá!

Kominn með vinnu á leikskólanum auðvitað Swinging 2 Hver vill ekki hafa Liljuna! Byrja þar 1 feb. Svo er ég með aukavinnu í 11-11. Svo má ekk gleyma sjálfboðavinnuni miklu Cleaning The Toilet hehe. Svo er mammsan mín öll að koma til Wakka Wakka sem er bara gott. Og Lonni systir fór að læra mála Dolled Up Svo hún geti gert okkur mæðgurnar fínar.
Nú litli mannin minn Crawling Baby ætlar að far í pössun til þeirra til skiptist hálfan daginn meðan mamma er í vinnuni svo það verður svaka dekur á honum.. ætli hann komi ekki kolvitlaus til baka Cry Baby . Þannig að ég verði alveg svona Pouty
En er Elsa vinkona að bíða eftir krílinu, henni er það mátulegt hún gerði svo mikið grín af mér hér forðum..hehe.
Svo ætla ég að halda næsta minn fyrsta saumaklúbb og vorum við stelpurnar að velta því fyrir okkur að detta aðeins í það Cheers . Um að gera að lífga upp á þetta. En jæja ég er barasta farinn að bulla. skrifa meira seinna. Ætla halda áfram með húsverkinn Vacuuming . Kveðja Liljan litla


mánudagur, janúar 17, 2005

Hótel Örk suckar!

Jæja alle sammen!
Ég skellti mér á hótel Örk um helgina og ætlaði sko að hafa það gott með manninum mínum. Við lögðum af stað full efirvæntingar enda aldrei farið saman á hótel áður og ætluðum sko að nota helgina og njóta lífsins.
Við mættum á staðinn og við okkur blasti svaka fínt lobbý og mér var sko farið að hlakka til að sjá herbergið fyrst lobbýið var svona fínt. Við spurðum svona aðeins út í þetta og jú þarna átti að vera heitur pottur,borðtennisborð snóker og pýla.
Svo fengum við lykilinn af herberginu nr.107 og við gengum inn. Jú við okkur blasti svaka fínt 14" sjónvarp og 2 stk rúm. Ekki einu sinni útvarp. Og ekki er boðið upp á hjónarúm, mætti alveg vera val fyrir þá sem vilja deila rúminu!!! Jæja við ákváðum að gera það besta úr þessu og fórum bara í bað og höfðum það gott og horfðum svo saman á Idolið eins og hefur verið hefð hjá okkur á föstudagskvöldum.
Svo af því loknu ákváðum við að skoða hótelið og prufa allt hitt. Komum inn í snókerherbergið og ætluðum í snóker en nei nei snókerkjuðarnir voru ónýtir, ok þá var það pýlan bara en nei nei það vantaði pýlurnar,ok ekki öll von úti við förum í borðtennis segji ég við manninn minn, já ég fer og reyni að finna borðið en sé það hvergi svo ég fer upp og spyr;Hvar er borðtennisborðið,hva er það ekki niðri? nei ég finn það ekki segji ég. Nú þá veit ég ekkert um það var svarað!
Nei takk ekki læt ég bjóða mér svona svo við kláruðum nóttina og fórum heim,frekar svekkt.
Næst þegar að því kemur vel ég frekar heimilið mitt heldur en rándýrt hótel sem hefur ekkert. Ég gleymdi reyndar að bæta því við hér áðan að það var ekki einu sinni vatn í heita pottinum.
GrrrEn eitt var þó gott við þetta allt að við hjúin gátum verið saman og notið þess þrátt fyrir allt Soldier's Kiss. Jæja bless í bili, Liljan sem missti trúna á hótel örk


föstudagur, janúar 14, 2005

Jibbý!!!!!!!!!!

Liljan fór í vinnuviðtal í dag á leikskólanum eins og hefur komið fram SeesawOg á ég mikla möguleika þar!! Þetta er náttúrulega það sem ég vill gera, sem er bara hið besta mál.
Nú er bara að bíða og vona!
Elísa vinkona kom í heimsókn í kvöld með sætu bumbuna sína og vá ég held ég hafi talið 8 klósettferðir á 2 tímum! Greyið stelpan! Svo varð stelpan svo svöng að ég steykti fyrir hana hamborgara a la Lilja! Þá varð hún sátt og södd! Aðalega litli strákurinn þó!
En ég er að far á hótel á morgun og ætla njóta þess innilega! skrifa meir eftir helgi. Kisses kveðja Lilja skvísa


miðvikudagur, janúar 12, 2005

Meiri vinnuviðtöl!! Júhú!!

Jæja þá, fór í vinnuviðtal á mánud. og fæ líklega þá vinnu eða er mjög bjartsýn allavega! En er þó á leiðinni í annað á morgun. Og er það viðtal í leikskóla hér rétt hjá! Það er náttúrulega akkúrat það sem ég vil gera og vonast ég innilega eftir að fá þá vinnu! Too Happy 2bíðum og sjáum læt vita um það síðar!

En ég fór til Elsu vinkonu í kvöld og horfðum við á einn sorglegasta þátt sem ég hef séð og ógeðsleagasta! Jú það var þáttur um fóstureyðingar og eru þær eitthvað sem ég er mjög mótfallinn.. þar voru konur að fara í fóstureyðingu á 24 viku eða 6 mánaða meðgöngu. er þetta í lagi!! ég verð bara Grrr! Get hreinlega ekki samþykkt þetta No Finnst þetta bara ljótt! Hvað finnst ykkur???????? jæja skrifa meir seinna!! til ykkar sem lesið bloggið mitt litla!!


bara prufa!!

Mamma mín var að sýna mér þessa kalla og ég varð að prufa Morph Heart Glasses Snow Angel
ekkert smá flottir. KNÚS MAMMA Bouquetmánudagur, janúar 10, 2005

Ég er að fara í vinnuviðtal!! Jibbý!

Jæja þá,fæðingarorlofið er yndislegt en allt gott tekur enda og það er einmitt núna um mánaðarmótinn sem orlofið tekur enda!vo það er eins gott fyrir Liljuna að fara snúa sér að atvinnuleit. Nú ég var svo sniðug á föstudagsmorguninn og hringdi út í Ellefu Ellefu í Drafnarfelli og spurði hvort ekki vantaði fólk í vinnu. Jú jú, hitti vel á þar, var einmitt að setja auglýsingu í blaðið sagði röddin á hinum endanum. Yes! Hugsaði ég byrjar vel. Svo eftir um það bil 30 mín á ég að vera mætt. En spurningin er held ég bara,vill hún manneskju hálfan daginn?? Ég hreinlega tími ekki að fara lengur í burtu. A.M.K. ekki fyrr en guttinn minn fer á leikskóla um 1 árs. Svo má ekki gleyma því að ég er 90% kominn með vinnu í sumar í vinabæ. Allir í bingó takk!!! Þar er unnið 3 kvöld í viki frá 18:30 til 23:00 og ekki slæm laun að mér finnst.
Jæja segji frá viðtalinu næst og vonandi gengur þetta vel!!! Brake a leg Lilja!!! Eða Good luck!!!

Svo má ekki gleyma því að ég ætla fara í afslöppun með manninum mínum næstu helgi á Hótel Örk og hafa það rosa gott held að systan ætli að passa!!
Well þangað til næst.... Lilja í atvinnuleit!!!

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Happy new year everybody!!

Já nú er enn eitt árið liðið og var seinasta ár svo sannarlega eitt af mínum bestu eiginlega það besta!!! Ég var svo lánsöm að verða móðir og er það alveg yndislegt. Svo ég þakka fyrir það!

Nú svo kom gamlárskvöld og ég fór í mat til tengdaforeldra minna og fékk hjá þeim alveg æðislegan mat. Enda er hún Gróa ekki lélegur kokkur og hefur náð að koma öllu ofan í mig meira að segja skötu. En ég ætla ekki að tala um það heldur ætla ég að segja hvernig ég kvaddi árið í þetta sinn.

Nú ætli ég komi mér að efninu... það voru kjúklingabringur skornar í strimla í með appelsínusósu í forrétt mmm svo fengum við hamborgarahrygg í aðalrétt og ís að hætti Gróu í eftirrétt. Jæja nóg um mat.
Svo var horft á áramótaskaupið og fannst mér það bara alveg meiriháttar gott.. meira af þessu takk!! Svo fóru sumir að skjóta flugeldum en ég litla mýslan kem ekki nálagt þessu ég er bara skíthrædd við þetta.
Við skáluðum í kampavín á miðnætti og var kvöldið bara alveg yndislegt.
Gróa og Eddí pössuðu svo fyrir okkur um nóttina litlu hetjuna okkar sem var bara ekkert hræddur við öll lætin.

Nú þá fórum við unga parið á smá partýrölt en enduðum í góðum félagsskap með vinapari okkar og skemmtum okkur bara mjög vel!!

Jæja þá eru orðin mín búin í bili og ég skrifa meira seinna!! Bæó