In my life.....

þriðjudagur, desember 28, 2004

Jólin lólin allstaðar!!!

Jæja, jæja, þá eru blessuð jólin hálfnuð og allir búnir að borða á sig gat. Ég er allavega búin að því. Hamborgarahryggur,hangikjet,aftur hangikjet og svínabógur. Ekki slæmt það!! Við turtildúfurnar fengum alveg hellingur af fallegum gjöfum og skortir ekkert í innbúið lengur. En fallegasta gjöfin fannst mér þó það sem litli prinsinn minn fékk frá foreldrum mínum og bróður. Var það myndaralbúm með myndum frá upphafi þar til núna, og ég litla hjartað fékk auðvitað tár í augun og tilheyrandi og fór næstum að gráta.. hún móðir mín er svo mikil listakona og er sjálfsagt búin að leggja sig alla fram í að gera þetta svona fallegt. Takk mamma mín þú ert yndisleg.
En ekki má gleyma því hvernig jólin hófust, það var jú með skötuveislu á Þorláksmessu hjá tengdó, Gróa tengdamamma er alltaf með svo sniðuga leiki þó ég ætli nú ekki að fara segja frá þeim öllum hér verð ég að segja frá einum. Var hann þannig að klósettrúlla var látin ganga og áttu allir að taka eins marga bréfsnepla og þeir vildu..haha.. ég áhvað að vera gráðug og tók 7 stk. Vissi auðvitað ekkert hvað var í vændum. Svo voru allir komnir með sitt og þá kom það, allir áttu að hæla sér fyrir hvert tekið bréf!! AAARGG!! Ekki mín besta hlið en það var eins gott að reyna. Tókst á endanum með hjálp ÍSLENSKTS BRENNIVÍNS sem ég hafði drukkið vel af þarna um kvöldið. Þökk sé víninu!! HVer segjir svo að vínið hjálpi ekki af og til ég kom líka niður skötuni með því!! Húrra.
En nú eru bara blessuð áramótin eftir og ég vona að litli strákurinn minn verði ekki hræddur við þennan hávaða. Happy new year!!

þriðjudagur, desember 21, 2004

Sumt er bara hreinlega EKKI hægt

Ok, ég fékk til mín gesti í gærkvöldi og við ákváðum að spila FRIENDS spilið fræga og mikla. Og má það fylgja sögunni að þetta er í annað skipti sem ég reyni. Ég segji reyni því þetta er ekkert smá furðulegt spil. Við sátum í 3 klukkutíma bara að komast yfir leikreglur 4 saman. En allt kom fyrir ekki við skildum hreinlega ekki reglurnar eða út á hvað spilið gengur. Þannig að ekki varð mikið úr því spilakvöldi. En mikið rosalega getur eitt spil verið fáránlega erfitt.
Ég reyni sjálfsagt ekki aftur í bráð.
Vonandi eigum við bara öll gleðileg jól og reynum kannski aftur eftir áramót!!! Ef ég fæ einhverja þolinmæði í jólagjöf!!!

þriðjudagur, desember 14, 2004

veisludagurinn mikli

jæjaþá er eins gott að halda þessu bloggi við og segja soldið frá. í dag var heljarinnar skírnaveisla og smá afmæli. litli kúturinn minn fékk nafnið Mikael Orri og ég átti 22 ára afmæli. já víst er það að maður eldist..vonandi vel! þetta er fyrsta veislan sem ég held og fannst mér hún bara takast ágætlega..fyrir utan hvað ég er óskipulögð og var ekki með neitt tilbúið þegar gestirnir komu. en með hjálp góðra vina og ættingja fór þetta nú allt á besta veg. hjúkk!!!
jæja læt heyra meira frá mér seinna vonandi sem fyrst. Libbidý

föstudagur, desember 10, 2004

Vúúúúúhú.

Jæja, þá er ég loksins komin með bloggsíðu og þar með hef ég sett þriðja hjólið undir bílinn. Það sem ég meina með því er að mamma og systir mín eru með blogg og núna er ég líka með blogg, liggaliggalái.
Meira seinna;o)